Greiða atkvæði um Brexit í kvöld

Klukkan sjö að staðartíma í kvöld munu breskir þingmenn greiða atkvæði um Brexit-samning Theresu May forsætisráðherra. Útlit er fyrir að hún muni tapa atkvæðagreiðslunni í þinginu, að því er segir á vef BBC.

Um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins og tíu þingmenn Norður-írska DUP-flokksins eru taldir líklegir til þess að greiða atkvæði gegn samningnum ásamt þingmönnum stjórnarandstöðunnar.

Það þýðir að um 422 þingmenn myndu hafna samningnum, en 217 veita honum samþykki sitt.

Áður en endanleg atkvæðagreiðsla fer fram munu þingmenn greiða atkvæði um breytingartillögur, en óvíst er með framhaldið hafni þingið samningnum.

Mikil eftirvænting er vegna atkvæðagreiðslu breska þingsins um Brexit-samninginn í …
Mikil eftirvænting er vegna atkvæðagreiðslu breska þingsins um Brexit-samninginn í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert