Ljóst að May ætti á brattann að sækja

„Við höfum gert ráð fyrir margs konar sviðsmyndum. Ein þeirra …
„Við höfum gert ráð fyrir margs konar sviðsmyndum. Ein þeirra er að Bretar fari úr ESB án samnings. Þessi niðurstaða kemur okkur ekki í opna skjöldu,“ segir Guðlaugur Þór. mbl.is/Eggert

„Það var ljóst frá því að ESB og Bretar kláruðu þennan samning að það yrði á brattann að sækja fyrir Theresu May. Það hefði komið mjög á óvart hefði samningurinn farið í gegn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um tíðindi kvöldsins frá Bretlandi, þar sem Brexit-samningur Theresu May forsætisráðherra var felldur með yfirgæfandi meirihluta atkvæða, 432 gegn 202.

Guðlaugur Þór segir íslensk stjórnvöld búin undir það að Bretland yfirgefi Evrópusambandið í lok mars án samnings, eins og nú virðist líklegt.

„Við höfum gert ráð fyrir margs konar sviðsmyndum. Ein þeirra er að Bretar fari úr ESB án samnings. Þessi niðurstaða kemur okkur ekki í opna skjöldu,“ segir Guðlaugur Þór.

Nánar verður rætt við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um Brexit í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert