„Myndi flýja þó svo það kostaði mig lífið“

AFP

Yfirmaður Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, Filippo Grandi, segir að hann myndi gera hvað sem er til þess að flýja ef hann sæti fastur í niðurníddum flóttamannabúðum líkt og stór hluti flóttamanna heimsins neyðist til.

Hann hvetur leiðtoga auðugustu ríkja heims til þess að leggja fátækari ríkjum lið við að veita mannsæmandi þjónustu.

Grandi ræddi við fréttamenn eftir að hafa átt fund með forseta Egyptalands, Abdel Fatah al-Sisi, en hann segir að fátækari ríki fengju ekki nægan stuðning þeirra ríkari þegar þau hýsa flóttafólk. Nauðsynlegt væri að efnaðri þjóðir legðu meira af mörkum.

Samkvæmt frétt Guardian eru yfir 242 þúsund flóttamenn af 58 þjóðernum í Egyptalandi. Flestir þeirra í Kairó og nágrenni auk Alexandríu og meðfram norðurströndinni. 55% þeirra hafa flúið stríðið í Sýrlandi.

Á sama tíma og mun færri flóttamenn koma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu fækkar ekki þeim sem flýja stríð og fátækt og enda þeir í flóttamannabúðum í löndum eins og Líbýu. 

Grandi segir að ef hann væri á flótta eða þyrfti af einhverjum ástæðum að fara eða dvelja í slíkum búðum gerði hann hvað sem væri til þess að komast þaðan. „Jafnvel þó svo að ég vissi að það gæti kostað mig lífið,“ sagði Grandi og bætti við að Líbýa þyrfti á aðstoð að halda við að viðhalda lögum og reglu og að koma í veg fyrir smygl á fólki í stað aðstoðar á sjó. 

Frétt Guardian

AFP
mbl.is
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...