Þeirra versti ótti varð að veruleika

Fjölskylda Kanadamannsins Robert Lloyd Schellenberg segir að hennar versti ótti sé orðinn að veruleika en Schellenberg var í gær dæmdur til dauða fyrir fíkniefnasmygl í Kína. Þetta er hryllilegt og átakanlegt segir frænka hans, Lauri Nelson-Jones, í viðtali við BBC.

Robert Lloyd Schellenberg var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í nóvember en í gær var það niðurstaða kínversks dómstóls að refsingin væri of væg og dæmdi hann til dauða. Talið er að niðurstaðan auki enn á þær deilur sem eru milli ríkjanna tveggja en þær tengjast handtöku á fjármálastjóra Huwei í Kanada fyrir nokkrum mánuðum.

Lauri Nelson-Jones segir að niðurstaðan staðfesti það sem fjölskyldan óttaðist mest og ekki sé hægt að ímynda sér hvernig honum líði og hvað hann hugsi á þessari stundu.

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur fordæmt niðurstöðu dómsins. Hann segir að það veki mikinn ugg hjá ríkisstjórn Kanada að ríki sem ætti að vera bandamaður Kanada alþjóðlega ákveði upp á sitt eindæmi að breyta dómi í dauðarefsingu.

Schellenberg hefur tíu daga til þess að áfrýja dómnum og lögmenn hans segja að það verði gert. Mál hans var óvænt tekið upp að nýju eftir að Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var handtekin í Kanada að beiðni bandarískra yfirvalda. Í kjölfarið versnuðu mjög samskipti Kína við Kanada og Bandaríkin. 

Kanadamaðurinn er 36 ára gamall en hann var handtekinn árið 2014 og sakaður um að undirbúa smygl á tæplega 227 kg af metamfetamíni frá Kína til Ástralíu. Hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í nóvember en í kjölfar áfrýjunar var hann dæmdur til dauða í borginni Dalian í gær.

„Ég er ekki fíkniefnasmyglari. Ég kom sem ferðamaður til Kína,“ sagði Schellenberg skömmu áður en dómurinn var kveðinn upp í gær. Talið er að ekkert ríki taki jafn marga fanga af lífi og Kína en ekki er gefið upp opinberlega hversu margar aftökurnar eru á hverju ári. 

Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að þær skipti þúsundum sem þýðir að þær eru fleiri en önnur ríki heimsins samanlagt.

Robert Lloyd Schellenberg fyrir dómi í gær.
Robert Lloyd Schellenberg fyrir dómi í gær. AFP
mbl.is
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...