15 látnir í árásinni

AFP

Fimmtán eru látnir í árás vígasamtakanna Al-Shabaab á hótel í Naíróbí í Kenýa að því er heimildarmenn AFP-fréttastofunnar innan raða lögreglunnar herma. Árásin stendur enn yfir og heyrast skothvellir og sprengingar frá hótelinu.

Árásarmennirnir réðust til atlögu í Dustit D2-húsaþyrpinguna síðdegis í gær, en þar er meðal annars 101 herbergis hótel, heilsulind, veitingastaður og skrifstofur.

Að minnsta kosti einn sjálfsvígsárásarmaður sprengdi sig í loft upp á hótelinu á meðan hópur vopnaðra manna skaut á hvað sem fyrir varð. Lögreglumenn sem AFP-fréttastofan hefur rætt við segja að vitað sé um fimmtán látna og þar á meðal séu útlendingar. Vitað er að einn þeirra er bandarískur embættismaður.

AFP

Tugir óbreyttra borgara sluppu úr klóm vígamannanna í nótt í kjölfar bardaga á milli lögreglu og árásarmannanna. Vitað er að enn eru að minnsta kosti tveir eða þrír vígamenn á staðnum. 

Sómölsku vígasamtökin Al-Shabaab tengjast Al-Qaeda-vígasamtökunum en þau fyrrnefndu hafa ítrekað gert árásir í Kenýa í kjölfar þess að stjórnvöld sendu herinn inn í Sómalíu í október 2011 til þess að taka þátt bardögum gegn vígasamtökunum. En árásin á Dusit D2 er sú fyrsta í Naíróbí eftir að liðsmenn samtakanna gerðu árás á Westgate-verslunarmiðstöðina árið 2013 en alls létust 67 í þeirri árás.

AFP
mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Toyota Rav4 2005. Skoðaður 2020
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3901197 RAV4 6/2005 SJÁ...
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...