„Fáránlegt“ að Trump hafi unnið fyrir Rússa

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti á fundi þeirra ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti á fundi þeirra í Helsinki í sumar. AFP

Háttsettur rússneskur embættismaður hafnaði í dag alfarið fullyrðingum um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið fyrir rússnesk stjórnvöld og sagði fáránlegar.

New York Times greindi í síðustu viku frá því að bandaríska alríkislögreglan FBI hefði haft til rannsóknar hvort Trump hefði verið að vinna með Rússum gegn rússneskum hagsmunum. Fölmiðlar hafa ítrekað fjallað um meint tengsl forsetans við rússneska ráðamenn og greindi Washington Post frá því um helgina að engin afrit væru til af fundum þeirra Trumps og Vladimír Pútíns Rússlandsforseta.

„Hvers vegna að tjá sig um eitthvað svona bjánalegt?“ hefur AFP-fréttaveitan eftir Yuri Ushakov, ráðgjafa rússneskra stjórnvalda í utanríkismálum. Sagði Ushakov samskipti ríkjanna vera í algjöru lágmarki og að ekkert hefði gerst til að auka þau.

Sjálfur sagðist Trump á mánudag „aldrei hafa unnið fyrir Rússa“ og að það væri „hneisa“ að fjölmiðlar skyldu spyrja hann þessarar spurningar.

mbl.is
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
4 herb Íbúð til leigu
Til leigu er 4 herbergja íbúð í Laufengi, hverfi 112, Reykjavík. Verð 260 þús má...
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...