Flugfreyja stundaði fíkniefnasmygl

Samtökin, sem eiga höfuðstöðvar í Melbourne en eiga rætur sínar …
Samtökin, sem eiga höfuðstöðvar í Melbourne en eiga rætur sínar að rekja til Víetnam, hafa verið að störfum í hið minnsta fimm ár. AFP

Ástralska lögreglan hefur handtekið flugfreyju malasíska flugfélagsins Malindo Air ásamt sjö öðrum sem grunaðir eru um að standa að skipulögðu smygli á fíkniefnum á milli landa.

Að sögn lögreglu hafa samtökin, sem eiga höfuðstöðvar í Melbourne en eiga rætur sínar að rekja til Víetnam, verið að störfum í hið minnsta fimm ár.

Samkvæmt umfjöllun BBC hafa samtökin smyglað fíkniefnum frá Malasíu til Ástralíu að andvirði að minnsta kosti 20 milljóna ástralskra dollara, sem jafngildir rúmlega 1,7 milljörðum íslenskra króna.

Forsvarsmenn Malindo Air hafa ekki tjáð sig vegna málsins, en lögreglan fullyrðir að flugfreyja félagsins hafi notað starf sitt til þess að ferja fíkniefni á milli landa.

mbl.is