Svartsýni um að samkomulag náist

Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum við bresk stjórnvöld um útgöngu Breta úr ESB, segir að hættan á að ekki náist samkomulag hafi aldrei verið jafn mikil og nú. 

Breska þingið kolfelldi í gær samning sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gerði við Evrópusambandið (ESB) um útgöngu Breta úr sambandinu. 

Höfn­un mik­ils meiri­hluta þing­manna í neðri deild breska þings­ins á samn­ingi Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, við Evr­ópu­sam­bandið um út­göngu lands­ins úr því hef­ur aukið enn á lík­urn­ar á því að Bret­ar segi skilið við sam­bandið án sér­staks samn­ings.

Þetta sagði Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, þegar ljóst var að 432 þing­menn höfðu hafnað út­göngu­samn­ingi May, þar af um þriðjung­ur þing­manna Íhalds­flokks for­sæt­is­ráðherr­ans, og ein­ung­is 202 stutt hann.

Greidd verða atkvæði um vantrauststillögu á ríkisstjórn Theresu May síðar í dag, sennilega um klukkan 19. Þingmenn Verkamannaflokksins telja rétt að boða til þingkosninga eftir að Brexit-samningurinn var felldur í gær en ekki eru allir þingmenn á einu máli. 

„Það var ljóst frá því að ESB og Bretar kláruðu þennan samning að það yrði á brattann að sækja fyrir Theresu May. Það hefði komið mjög á óvart hefði samningurinn farið í gegn,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hann sagði málið ekki síður snúa að ESB en Bretum.

„Nú getur enginn sagt að það sé lítið mál að ganga í Evrópusambandið því það sé ekkert mál að ganga úr því aftur. Jafnvel þótt samþykkt sé í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu að ganga út þá er það mjög snúið,“ sagði Guðlaugur.

Hann sagði að samstarf Evrópuríkja væri margvíslegt, t.d. í ESB, EFTA, EES, Schengen, NATO og víðar. Vildi þjóð draga sig út úr einhverjum af þessum samstarfsverkefnum væri æskilegt að það gengi greiðlega og raskaði ekki frjálsum viðskiptum og góðum samskiptum.

Guðlaugur sagði að áframhaldandi góð samskipti við Bretland hefðu verið forgangsmál í íslenska stjórnkerfinu síðan Bretar tóku ákvörðun um að yfirgefa ESB. „Við höfum gert ráð fyrir margs konar sviðsmyndum. Ein þeirra er að Bretar fari úr ESB án samnings. Þessi niðurstaða kemur okkur ekki í opna skjöldu.“ Hann sagði að það væri forgangsmál að eiga áfram góð samskipti við Bretland. „Þetta er annað mikilvægasta viðskiptaland okkar á eftir Bandaríkjunum. Það er afskaplega mikilvægt að við eigum áfram góð viðskipti og samstarf við Breta eins og við höfum lengi átt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert