Þröng staða hjá May

„Theresa May er auðvitað í mjög þröngri stöðu. En það er þó ljóst að hún muni standa af sér vantrauststillögu sem liggur fyrir þinginu,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við HÍ. Hún segir að helsta verkefni May sé að ná samstöðu við eigin flokksmenn um næstu skref áður en haldið verði að nýju til Brussel á fund samningamanna ESB.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, telur áhrif niðurstöðunnar í gær á hið pólitíska landslag ekki endilega vera svo mikil. Óvissan fyrir kosninguna hafi fyrir fram verið mikil og hún sé það enn.  

Í myndskeiðinu er rætt við Stefaníu og Áslaugu Örnu, sem er stödd í Höfðaborg í Suður-Afríku, um úrslit atkvæðagreiðslunnar í breska þinginu í gær þar sem Brexit-samningi May var hafnað með sögulegum hætti. Aldrei áður hefur bresk ríkisstjórn tapað atkvæðagreiðslu í þinginu með jafn afgerandi hætti. 

mbl.is