Filippus prins slapp ómeiddur frá bílslysi

Filuppus drottningarmaður, 97 ára, slapp ómeiddur frá bílslysi þegar bíl ...
Filuppus drottningarmaður, 97 ára, slapp ómeiddur frá bílslysi þegar bíl sem hann var farþegi í lenti saman við annan bíl skammt fyrir utan sveitasetur konungsfjölskyldunnar í Norfolk á Englandi. AFP

Filippus prins, hertoginn af Edinborg og eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, slapp ómeiddur þegar hann lenti í árekstri í dag skammt fyrir utan sveitasetur konungsfjölskyldunnar í Norfolk á Englandi. Tveir bílar lentu saman og var lögreglan kölluð til en engan sakaði, samkvæmt upplýsingum frá talsmanni konungshallarinnar.  

Áreksturinn varð skammt fyrir utan sveitasetur konungsfjölskyldunnar í Norfolk á ...
Áreksturinn varð skammt fyrir utan sveitasetur konungsfjölskyldunnar í Norfolk á Englandi. Ljósmynd/Twitter

Filippus og Elísabet Englandsdrottning hafa dvalið á sveitasetrinu frá jólum. Elísabet hefur sinnt sínum konunglegu skyldum, þar á meðal að mæta til messu á jóladag. Filippus, sem er 97 ára, hélt sig til hlés en hann settist í helgan stein í ágúst 2017.

Filippus hefur komið fram í 22.219 op­in­ber­um verk­efn­um kon­ungs­hall­ar­inn­ar síðan eig­in­kona hans varð drottn­ing árið 1952 og er lengst sitj­andi drottn­ing­armaður í sögu Bret­lands. Þá hef­ur hann farið í 637 op­in­ber­ar ferðir er­lend­is og flutt 5.496 ræður.

Frétt BBC

mbl.is