Útilokar Brexit án samnings

Fjármálaráðherrann telur útgöngu án samnings ólíklega.
Fjármálaráðherrann telur útgöngu án samnings ólíklega. AFP

Fjármálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, Philip Hammond, fullvissar leiðtoga breskra stórfyrirtækja um að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings sé ólíkleg og að líklegra sé að Bretar nýti ekki rétt sinn til útgöngu 29. mars.

Þetta kemur fram í símtali Hammond við leiðtoga nokkurra stærstu fyrirtækja Bretlands sem Telegraph hefur undir höndum. Auk Hammond tóku þátt í símtalinu viðskiptaráðherra Bretlands, Greg Clark, og Brexit-ráðherrann Stephen Barclay.

Meðal þeirra sem ráðherrarnir töluðu við voru forsvarsmenn Siemens, Amazon og Fujitsu, en  breskir kaupsýslumenn hafar miklar áhyggjur af mögulegri útgöngu Bretlands úr ESB án samnings.

Hammond fullyrti við viðskiptaforkólfana að breska þingið myndi líklega kjósa um framlengingu á úrsagnarfresti úr Evrópusambandinu og þannig tryggja að útganga án samnings yrði ekki nauðsynleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert