Kim og Trump hittast aftur í næsta mánuði

Donald Trump og Kim Jong-un áttu sögulegan fund í júní ...
Donald Trump og Kim Jong-un áttu sögulegan fund í júní á síðasta ári. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittast í lok næsta mánaðar þar sem þeir munu ræða kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Hvíta húsið greindi frá því undir kvöld.

Fundur leiðtoganna var ákveðinn eftir að Trump hitti Kim Yong-chol, aðstoðarmann norður-kóreska leiðtogans, í Hvíta húsinu í dag. Áður fundaði Kim Young-chol með varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo. 

Lítið hefur þokast í átt til kjarnorkuafvopnunar á Kóreuskaga síðan Trump og Kim funduðu í Singapúr síðasta sumar. Ekki er ákveðið hvar fundurinn í febrúar verður haldinn en einhverjir fjölmiðlar telja að hann verði í Víetnam.

Norður-kóreski aðstoðarmaðurinn er sagður hafa komið með bréf frá Kim sem hann afhenti Trump. Ekki er vitað hvað í því stóð en þar er talið að grunnurinn hafi verið lagður að öðrum leiðtogafundi þeirra.

mbl.is
Snjóblásarar
Öflugir snjóblásarar fyrir þrítengi á traktora allt að 240cm breiðir. Jarðtætar...
Tæki fyrir skógræktina
Framundan er grisjun. Öflugir vökvastýrðir kurlarar, viðarkljúfar, stubbafræsar...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...