Bakslag komið í björgunaraðgerðirnar

Vinna við að grafa göngin hófst í gær og vonuðust ...
Vinna við að grafa göngin hófst í gær og vonuðust menn til þess að ná til drengsins, sem féll ofan í holuna fyrir viku, innan 15 klukkustunda. AFP

Verkfræðingar og björgunarmenn, sem vinna í kapp við tímann við að bjarga tveggja ára gömlum spænskum dreng sem féll ofan í borholu, lentu á vegg, bókstaflega, þegar þeir reyndu að komast að drengnum með því að bora göng meðfram holunni.

Vinna við að grafa göngin hófst í gær og vonuðust menn til þess að ná til drengsins, sem féll ofan í holuna fyrir viku, innan 15 klukkustunda. Holan er um 110 metra djúp og aðeins 38 cm að ummáli þar sem hún er víðust. Ákveðið var að grafa göngin lóðrétt meðfram holunni til að koma í veg fyrir að göngin féllu saman vegna mögulegra skriðufalla.

Áætlunin er hönnuð af sér­fræðing­um frá Spáni og Svíþjóð sem komu meðal annars að björg­un 33 námu­verka­manna sem sátu fast­ir í námu í Chile árið 2010. Í henni felst að grafa lóðrétt niður á 60 metra dýpi og breyta þá um stefnu og grafa lárétt þar sem þeir telja að drengurinn, Julen Rosello, sé staddur. Þegar komið var niður á um 40 metra dýpi lentu grafararnir hins vegar á vegg af grjóthörðu graníti sem nær ómögulegt er að brjóta niður.

„Yfirvöld reyna að gera allt sem er mannlega mögulegt til að bjarga drengnum,“ segir Juanma Moreno, forseti héraðsstjórnarinnar í Andalúsíu, í samtali við fjölmiðla. „Ég vona og treysti á að ég geti fært ykkur jákvæðar fréttir á morgun. En það veltur á eðli jarðvegsins,“ bætir hann við.

Ekki hefur náðst samband við Julen frá því að hann féll í holuna en björgunarmenn hafa sent eins konar skynjara að botni holunnar sem fann hár sem passar við DNA Julens og þá greindi skynjarinn einnig nammipoka sem Julen hélt á þegar hann hvarf og er það næg sönnun fyrir því að hann sé ofan í holunni.

Sérfræðingar segja að hverfandi líkur séu á að Julen sé á lífi, en það er enn von, veik von.

Stórar vinnuvélar eru á svæðinu sem nýttar eru til að ...
Stórar vinnuvélar eru á svæðinu sem nýttar eru til að grafa göngin. AFP
mbl.is
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...