Lést í snjóflóði í Sviss

AFP

Einn lést og tveir slösuðust í snjóflóði sem féll í nágrenni Vanil Carré-fjallsins í Chateau-d'Oex-héraði í Sviss. 

Að sögn lögreglu var hópur franskra skíðamanna að skemmta sér í brekkunni þegar snjóflóðið féll. Tæplega fertugur maður lést í flóðinu en þeir sem slösuðust eru með minni háttar áverka eftir að hafa lent í flóðinu.

Í síðustu viku létust þrír í snjóflóði í Austurríki en mjög hefur snjóað víða á þessum slóðum. Í Frakklandi hefur verið varað við snjóflóðahættu í Haute-Savoie, sem er skammt frá landamærum Sviss en svissnesk yfirvöld höfðu gefið út viðvörun fyrir þetta svæði þar sem flóðið féll í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert