Tala látinna fer hækkandi

Sprengingin varð í eldsneytisleiðslu í grennd við bæinn Tlahuelilpan í …
Sprengingin varð í eldsneytisleiðslu í grennd við bæinn Tlahuelilpan í miðausturhluta Mexíkó á föstudagskvöld. AFP

Tala látinna eftir sprengingu í eldsneytisleiðslu í Mexíkó á föstudagskvöld fer hækkandi en yfirvöld í Mexíkó hafa staðfest að 73 létu lífið að minnsta kosti og 74 slösuðust. Enn á eftir að fjarlæga tugi líka af slysstaðnum.

Orsök sprengingarinnar er að öllum líkindum leki sem kom að leiðslunni og var fólk að ná sér í bens­ín þegar spreng­ing­in varð og gríðar­mik­ill eld­ur blossaði upp.

„Allir komu til að reyna að fá smá eldsneyti fyrir bílana sína. Það er ekkert bensín á bensínstöðvunum,“ segir bóndinn Isaias García í samtali við Reuters-fréttastofuna. Að sögn vitna hafði hóp­ur fólks komið að leiðslunni með sultukrukk­ur og föt­ur til þess að ná sér í nokkra dropa af bens­íni þrátt fyr­ir aðgerðir stjórn­valda til þess að sporna við eldsneyt­isþjófnaði.

Al­rík­is­stjórn­in í Mexí­kó hef­ur lagt áherslu á það að und­an­förnu að reyna að draga úr eldsneyt­isþjófnaði en talið er að hann hafi kostað rík­is­sjóð 3 millj­arða Banda­ríkja­dala árið 2017.

Yfirvöld í Mexíkó hafa staðfest að 73 létu lífið að …
Yfirvöld í Mexíkó hafa staðfest að 73 létu lífið að minnsta kosti og 74 slösuðust. Enn á eftir að fjarlæga tugi líka af slysstaðnum. AFP

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert