Talið að Nýja IRA standi á bak við tilræðið

AFP

Lögreglan telur að þeir sem stóðu á bak við bílsprengju í norðurírsku borginni Londonderry tengist samtökunum New IRA (Nýja írska lýðveld­is­hern­um). 

Sprengjan sprakk klukkan 20:10 í gærkvöldi en skömmu áður hafði borist viðvörun um að sprengju hefði verið komið fyrir við dómshús borgarinnar. Engan sakaði en lögregla var búin að rýma svæðið áður en sprengjan sprakk.

Mark Hamilton, aðstoðarlögreglustjóri Norður-Írlands, segir að rannsóknin beinist að samstökunum og að þeir sem báru ábyrgð á tilræðinu vilji, án þess að fólk hafi nokkurn áhuga þar á, draga íbúa svæðisins á það stig sem áður ríkti. Engin virðing sé borin fyrir þeim sem eru með rekstur á svæðinu vegna þeirra skemmda sem sprengjutilræðið olli. 

Tveir menn um tvítugt voru handteknir í borginni í dag í tengslum við rannsóknina. Bifreiðinni sem notuð var við árásina var stolið fyrr um daginn. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert