Veittu Filippusi tiltal

Hertoginn af Edinborg, Filippus prins.
Hertoginn af Edinborg, Filippus prins. AFP

Lögreglan í Norfolk veitti Filippusi, hertoganum af Edinborg, tiltal fyrir að keyra án bílbeltis tveimur sólarhringum eftir að hafa orðið valdur að umferðaróhappi. Filippus er 97 ára gamall.

Emma Fairweather, sem úlnliðsbrotnaði í árekstrinum við hertogann, segir að hann hafi ekki einu sinni beðið hana afsökunar á því að hafa valdið slysinu. Talsmaður bresku konungsfjölskyldunnar segir að haft hafi verið samband við eiganda bifreiðarinnar og sendar batakveðjur.

Umferðaróhappið varð á A149-þjóðveginum á fimmtudag og endaði Land Rover Freelander-bifreið Filippusar á hliðinni eftir áreksturinn við Kia-bifreið Fairweather.

Frétt BBC

mbl.is
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Toyota Rav4 2005. Skoðaður 2020
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3901197 RAV4 6/2005 SJÁ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...