Harris í forsetaframboð 2020

Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi ríkissaksóknari Kaliforníu, hyggst gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020 og hefur þegar hafið kosningaherferð sína.

Harris tilkynnti framboð sitt í morgunþættinum Good Morning America á sjónvarpsstöðinni ABC í morgun. Samtímis var herferðarmyndband hennar frumsýnt á Twitter, en kjörorð hennar eru „Gerum þetta saman“.

Ríkissaksóknarinn fyrrverandi hefur þannig bæst í sístækkandi hóp demókrata sem hyggja á að gefa kost á sér í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Nú síðast tilkynntu Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, og Tulsi Gabbart, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, um framboð sitt. Þá tilkynnti kollegi Harris úr öldungadeildinni, Elizabeth Warren, um framboð í byrjun árs.

Aðrir sem orðaðir eru við framboðið eru Bernie Sand­ers, sem þekk­ir for­valið lík­lega manna best, Beto O´Rour­ke, full­trú­ar­deild­arþingmaður frá Texas, og Joe Biden, vara­for­seti Obama.

Harris tilkynnti framboð sitt í morgunþættinum Good Morning America á ...
Harris tilkynnti framboð sitt í morgunþættinum Good Morning America á ABC í morgun. AFP
mbl.is
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
NUDD LÁTTU ÞER LÍÐA VEL.
Verð fjarverandi fram i mars. Set inn auglysingu þegar eg kem til vinnu aft...
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....