Hlaut dóm fyrir viðtal við homma

Sjónvarpsmaðurinn Mohamed al-Ghiety.
Sjónvarpsmaðurinn Mohamed al-Ghiety. Skjáskot/LTC sjónvarpsstöðin

Egypskur sjónvarpsmaður hefur verið dæmdur í eins árs vinnuþrælkun fyrir að hafa í fyrra tekið viðtal við samkynhneigðan mann. Dómstóll í Giza í Egyptalandi dæmdi sjónvarpsmanninn, Mohamed al-Ghiety, einnig til að greiða sektargreiðslu að andvirði um 20.000 kr. fyrir að „auglýsa“ samkynhneigð á sjónvarpsstöð sinni LTC.

BBC greinir frá og segir að í viðtalinu hafi ekki var gefið upp hver samkynhneigði maðurinn var, en hann ræddi þar starf sitt í kynlífsiðnaðinum. Samkynhneigð er ekki bönnuð með lögum í Egyptalandi, en yfirvöld þar í landi hafa engu að síður í síauknum mæli beitt sér gegn samfélagi hinsegins fólks.

Er hinsegin fólk þannig reglulega handtekið vegna gruns um „úrkynjun“, ósiðleika eða guðlast.

Al-Ghiety, sem hefur ítrekað látið í ljós fordóma gegn samkynhneigð, ræddi í viðtalinu við samkynhneigðan mann sem harmaði kynhneigð sína og lýsti lífi sínu við að selja sig. Búið var að gera andlit mannsins óþekkjanlegt.

Fjölmiðlaeftirlit Egyptalands setti sjónvarpsstöðina í tveggja vikna útsendingarbann eftir birtinguna fyrir brot á starfsemi sinni.

Auk fangelsisvistarinnar og sektargreiðslunnar fyrirskipaði dómstóllinn að al-Ghiety sæti eftirliti í ár eftir að fangelsisdómi hans lýkur. Al-Ghiety er þó sagður geta áfrýjað dóminum og óskað eftir að hljóta skilorðsbundinn dóm.

mbl.is
Einstakt verslunarhúsnæði í miðbænum
Um það vil 70 fermetra verslunahúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, neðst v...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Volvo V70 1998 CROSS COUNTRY 4X4
Prútta ekki neitt með þetta verð. þarf að skipta um eina legu. xenon ljós. er á ...