Ísraelar gera loftárásir á Sýrland

AFP

Ísraelsher hefur gert loftárásir sem og skotið eldflaugum af jörðu á Sýrland í nótt. Að minnsta kosti 11 létust í árásunum sem beindust að nágrenni höfuðborgarinnar, Damaskus.

Skotmörkin voru bækistöðvar Sýrlands- og Íranshers sem og herflugvöllur suður af Damaskus, að því er segir í tilkynningu frá Syrian Observatory for Human Rights.

Í tilkynningu frá her Ísraels kemur fram að árásirnar hafi beinst að sérsveitum íranska hersins, Byltingarvörðum Írans, sem og sýrlenska flughernum. Ísraelsher segir að fjórir hafi látist í árásunum.

Afar sjaldgæft er að Ísraelar viðurkenni árásir á Sýrland en tilkynnt var um árásirnar núna á Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert