Ekki er allt sem sýnist

Nick Sandman og Nathan Phillips.
Nick Sandman og Nathan Phillips. Skjáskot úr myndskeiði

Drengirnir úr kaþólska skólanum í Kentucky fengu óréttláta meðferð og voru hafðir fyrir rangri sök segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Skóladrengirnir hafa verið sakaðir um að hafa hæðst að frumbyggja í Washington nýverið.

Trump nafngreinir einn drengjanna, Nick Sandman, og skólabræður hans við Covington Catholic-skólann og segir að þeir séu fórnarlömb ásakana sem eigi ekki við rök að styðjast og að fjölmiðlar hafi ýtt undir þetta.

Vísar hann í frétt Fox News og ummæli þáttastjórnandans Tucker Carlson sem segir að ný myndskeið sýni að fjölmiðlar hefðu farið með rangt mál í máli skóladrengjanna.

Frétt Fox News

Myndskeið sem fóru víða á samfélagsmiðlum á laugardag sýndu hvítan skóladreng standa hljóðan hjá eldri manni, Nathan Phillips, sem er frumbyggi sem tók þátt í Víetnamstríðinu fyrir Bandaríkin. Phillips er að berja trommur og söngla. Drengurinn er með rauða derhúfu með áletruninni Make America Great Again sem var slagorð Trumps í forsetakosningunum. Aðrir nemendur skólans eru hoppandi allt í kring og sönglandi en atvikið átti sér stað við minnismerki Lincoln á föstudag þar sem árleg mótmæli gegn þungunarrofi fóru fram. Á sama tíma komu frumbyggjar saman í göngu og kröfðust þess að réttindi þeirra væru virt.

Skóli drengjanna, Covington Catholic High School, gaf út yfirlýsingu um helgina þar sem framkoma drengjanna var gagnrýnd. 

Fyrstu konurnar sem eru frumbyggjar voru kjörnar á Bandaríkjaþing í nóvember og önnur þeirra, Deb Haaland, tengdi hegðun drengjanna við það sem hún sagði vera aukna öfgavæðingu í Bandaríkjunum frá því Trump var kjörinn forseti landsins.

Kaya Taitano, sem var vitni að atburðinum, segir í viðtali við CNN að Phillips hafi reynt að koma á sáttum eftir að skóladrengirnir hafi farið að munnhöggvast við hóp svartra ungmenna um Biblíuna.

Phillips segir í öðru myndskeiði sem hefur einnig verið í umferð á samfélagsmiðlum að hann hafi heyrt þá segja: „Byggið þennan múr, byggið þennan múr. Okkur er ekki ætlað að vera með múra hér okkur var aldrei ætlað það.“

En bandarískir fjölmiðlar, þar á meðal New York Times og Washington Post, birtu síðar fréttir um að áreksturinn væri flóknari en í fyrstu var talið því svörtu ungmennin tilheyra hópi svartra Bandaríkjamanna sem telja sig afkomendur Ísraela. Hér er hægt að lesa nánar um þennan hóp.

 

 

Svörtu ungmennin eiga að hafa móðgað bæði frumbyggjana og eins nemendurna við kaþólska skólann. Í fréttum bæði NYT og WP er haft eftir Phillips að hann hafi gengið að skóladrengjunum. CNN hefur síðan eftir Nick Sandman, skóladrengnum sem hefur verið sakaður um að hæðast að frumbyggjanum, að hann og skólabræður hans hafi aðeins verið að söngla skólasöngva og þeir hafi ekki sagt neitt um að þeir styddu við múr á landamærum Mexíkó né heldur annað tengt rasisma.

Frétt 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert