Gengu berhentar heim í 45 gráða frosti

Stúlkurnar tvær sjást hér yfirgefa leikskólann fylgdarlausar á einum kaldasta ...
Stúlkurnar tvær sjást hér yfirgefa leikskólann fylgdarlausar á einum kaldasta degi ársins. Skjáskot/Siberian Times

Tvær fimm ára gamlar stúlkur náðu að yfirgefa leikskóla sinn óséðar og ganga einar heim í 45 gráða frosti, en þær eru búsettar í bænum Namtsy í Síberíu. Stúlkurnar tvær, sem vildu koma foreldrum sínum á óvart, urðu fyrir ofkælingu og fengu kalsár við uppátækið.

BBC segir gönguferð stúlknanna, sem voru vettlingalausar en klæddu sig þó í úlpur, hafa átt sér stað á einum kaldasta degi ársins. Myndir úr eftirlitsmyndavél leikskólans sýnir hvar þær halda út um útidyrnar með bera fingur og tuskudúkku í hönd.

Önnur stúlkan fær nú aðhlynningu á héraðsspítalanum í Yakutsk, en hún fékk kalsár á þrjá fingur að því er dagblaði Siberian Times  greinir frá. „Þrír fingur hennar frusu og hún grætur,“ segir móðir hennar, Evdokia Kutukova.

Hún sá að Lena dóttir hennar var horfin þegar hún kom að sækja hana á leikskólann og tók eftir að úlpa Lenu var horfin.

Hún lét starfsfólk leikskólans vita og þá kom í ljós að besta vinkona Lenu var einnig horfin og vissu foreldrar hennar ekki heldur hvar hún væri.

Skömmu síðar hringdi afi Lenu hins vegar í móður hennar og lét vita að Lena væri komin heim, grátandi og ísköld.

Maður hennar segir ókunnugan einstakling sem Lena hitti á leið sinni hafa gefið henni trefil og það hafi hjálpað gegn kuldanum.

 „Hversu kalt hefur henni verið án vettlinga? Það er erfitt að ímynda sér það og með leikfang í fanginu“, segir Kutukova.

Hin stúlkan villtist á heimleið í myrkrinu og fannst nokkrum klukkustundum síðar. Þá hafði hún leitað skjóls í nærliggjandi húsi.

„Guði sé lof að henni datt í hug að fara inn hjá einhverjum öðrum,“ sagði Kutukova. „Það er gott að hún fékk engin kalsár, heldur varð bara verulega kalt.“ Sú stúlka þjáðist af ofkælingu en fékk að fara heim aftur eftir að læknir var búinn að skoða hana.

Stúlkurnar höfðu aldrei áður yfirgefið leikskólann og hefur nú verið hafin rannsókn á hvernig þetta gat gerst.

mbl.is
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Citroen c5 station 2008 til sölu
Vel með farin C5 station til sölu .skoðaður 19. nagladekk. óryðgaður. skipti mög...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Ford Escape 2007. SKOÐAÐUR. SKIPTI MÖGULEG.
FORD ESCAPE XLT, 0 6/2007, EK. 122 Þ. KM., V6, 3,0, 201 HÖ., SJÁLFSK.,...