Hæstiréttur leyfir trans-bann Trumps

Donald Trump ávarpar blaðamenn í Hvíta húsinu á dögunum. Hæstiréttur …
Donald Trump ávarpar blaðamenn í Hvíta húsinu á dögunum. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað honum í vil hvað varðar möguleika trans-einstaklinga á að gegna herþjónustu. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump Bandaríkjaforseta sé heimilt, alla vega í bili, að meina trans-einstaklingum, sem „þurfa eða hafa gengist undir kynleiðréttingu“ að gegna herskyldu.

Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu í dag og féllu atkvæðin 5-4, stefnu Trumps í vil. Það þýðir að á meðan dómsmál þar sem þessari stefnu forsetans er andmælt eru til meðferðar hjá lægri dómstigum vestanhafs, verður bannið í gildi.

Donald Trump tilkynnti um þessa stefnu sína árið 2017 og hefur hún fengið blendin viðbrögð, en samkvæmt henni mega þeir sem hafa annað kyngervi en þeirra líffræðilega kyn segir til um, ekki gegna herskyldu.

Undantekningar eru frá banninu fyrir mörg hundruð hermenn, sem eru þegar við störf og þá sem eru tilbúnir til þess að „gegna herskyldu í þeirra líffræðilega kyni“ eins og segir í frétt New York Times um málið.

Frétt New York Times sem vísað er til

Frétt BBC um málið

mbl.is