Kölluðu sendiherra á fund vegna ummæla

Luigi Di Maio.
Luigi Di Maio. AFP

Frakkar kölluðu sendiherra Ítalíu í landinu á sinn fund í gær til að mótmæla ummælum ítalska varaforsætisráðherrans Luigi Di Maio. Hann hefur sakað frönsk stjórnvöld um að halda áfram nýlendustefnu sinni í Afríku sem valdi því að fólk reynir að flýja yfir til meginlandsins.

Sendiherrann var kallaður á fund franskra stjórnvalda eftir ummæli Di Maio á sunnudag sem þau sögðu bæði óásættanleg og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, að sögn AFP-fréttastofunnar.

Di Maio lét þessi eldfimu ummæli og fleiri falla þegar hann heimsótti Abruzzo-héraðið á Ítalíu en spenna hefur ríkt á milli ríkisstjórnar popúlista á Ítalíu og Emmanuel Macron, forseta Frakklands.

„Evrópusambandið ætti að refsa Frakklandi og öðrum þjóðum eins og Frakklandi sem valda fátækt í Afríku og þvinga fólkið til að fara þaðan, vegna þess að Afríkubúar eiga að vera í Afríku, ekki á botni Miðjarðarhafsins,“ sagði Di Maio.

„Ef fólk er að fara þaðan í dag er það vegna evrópskra ríkja, aðallega Frakka sem hafa aldrei hætt nýlendustefnu sinni í tugum Afríkuríkja,“ bætti leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar við.

„Frakkland er eitt af þessum löndum sem, vegna þess að það prentar gjaldmiðil í 14 Afríkuríkjum, hamlar framþróun og veldur því að flóttamenn yfirgefa landið. Ef Evrópa vill vera hugrökk verður hún að horfast í augu við þörfina á að hætta nýlendustefnunni í Afríku.“

Talið er að yfir eitt hundrað manns hafi látist um síðustu helgi eftir að bát með flóttamenn um borð hvolfdi undan ströndum Líbýu.

Ítölsk stjórnvöld hafa meinað björgunarbátum sem eru reknir af góðgerðarfélögum aðgang að höfnum sínum í aðgerðum gegn flóttamannavandanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Falleg 5herb. 140m2 íb. 221 Hafnarfirði.
Falleg 5 herb. íb. (4svh.) í lyftublokk á Völlunum í Hafnarf. Skápar í öllum hb....
Alhliða múr- og viðhaldsþjónusta
Tökum að okkur viðhald fasteigna s.s. alhliða múrverk/viðgerðir, flísalagnir, fl...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...