Grunaður um brot gegn konu í dái

Bandarískir lögreglubílar.
Bandarískir lögreglubílar. AFP

Hjúkrunarfræðingur hefur verið handtekinn í Arizona í Bandaríkjunum grunaður um kynferðisbrot gagnvart konu í dái sem ól barn.

Konan, sem er 29 ára og hefur verið í dái í rúman áratug, eignaðist í síðasta mánuði dreng. Erfðaefni hans var það sama og í hinum grunaða, sem varð til þess að maðurinn var handtekinn.

Maðurinn heitir Nathan Sutherland og er 36 ára og á yfir höfði sér ákæru fyrir kynferðisbrot og fyrir að misnota fullorðna manneskju sem er berskjölduð.

„Mér hefur verið sagt að barnið sé við góða heilsu,“ sagði Tommy Thomson hjá lögreglunni í Phoenix.

Forstjóri hjúkrunarheimilisins þar sem konan lá í dái sagði upp störfum fyrr í mánuðinum vegna málsins.

Lögmaður fjölskyldu konunnar segir að barnið „hafi fæðist inn í ástríka fjölskyldu og að vel verði hugsað um það,“ að því er New York Times greindi frá.

mbl.is