Setur Trump stólinn fyrir dyrnar

Nancy Pelosi.
Nancy Pelosi. AFP

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur meinað Donald Trump Bandaríkjaforseta, að flytja stefnuræðu sína í næstu viku af öryggisástæðum.

Fyrr í kvöld sagðist Trump ætla að flytja ræðuna á tilsettum tíma í þinghúsinu.

„Ég hlakka til að hitta þig í þinghúsinu þegar náðst hefur samkomulag beggja aðila um dagsetningu vegna ræðunnar þegar stofnanir hafa verið opnaðar,“ sagði Pelosi, sem vill ekki að hann flytji ræðuna vegna lokana alríkisstofnana.  

Trump brást við með því að segja að Pelosi vildi ekki heyra sannleikann um öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bætti hann við að hann íhugaði annan kost varðandi ræðuna. „Við munum tilkynna hvað við gerum,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert