Einn lést í skothríð í Svíþjóð

Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um skothríð í Ersboda-hverfinu á ellefta ...
Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um skothríð í Ersboda-hverfinu á ellefta tímanum í gærkvöldi. Mynd úr safni. AFP

Karlmaður var skotinn til bana og nokkrir særðust í skothríð í Umeå í norðausturhluta Svíþjóðar í gærkvöldi.

Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um skothríð í Ersboda-hverfinu á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á vettvang fann hún einn mann látinn og nokkra sára og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er líklega um uppgjör gengja í undirheimum að ræða. „Það er ýmislegt sem bendir til þess,“ segir Peder Jonsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar Umeå, í samtali við sænska ríkisútvarpið, SVT

Einn maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...