Einn lést í skothríð í Svíþjóð

Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um skothríð í Ersboda-hverfinu á ellefta …
Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um skothríð í Ersboda-hverfinu á ellefta tímanum í gærkvöldi. Mynd úr safni. AFP

Karlmaður var skotinn til bana og nokkrir særðust í skothríð í Umeå í norðausturhluta Svíþjóðar í gærkvöldi.

Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um skothríð í Ersboda-hverfinu á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á vettvang fann hún einn mann látinn og nokkra sára og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er líklega um uppgjör gengja í undirheimum að ræða. „Það er ýmislegt sem bendir til þess,“ segir Peder Jonsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar Umeå, í samtali við sænska ríkisútvarpið, SVT

Einn maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina