Trump fer miklu oftar með ósannindi en á fyrsta árinu

AFP

Donald Trump hefur viðhaft 8.158 rangar eða villandi fullyrðingar á þeim tveimur árum sem eru liðin frá því að hann varð forseti Bandaríkjanna, samkvæmt samantekt dagblaðsins The Washington Post.

Röngu eða villandi fullyrðingarnar voru alls rúmlega 6.000 á öðru árinu í forsetatíð hans og nær þrefalt fleiri en á fyrsta árinu. Að meðaltali hallaði hann réttu máli nær 5,9 sinnum á dag á fyrsta árinu en nær 16,5 sinnum á dag á öðru árinu.

Fyrstu hundrað dagana í forsetaembættinu var Trump með 492 tilhæfulausar eða villandi fullyrðingar, að sögn The Washington Post. Blaðið segir að forsetanum hafi tekist að ná þeim fjölda og rúmlega það á aðeins þremur fyrstu vikum þessa árs.

Algengast er að Trump halli réttu máli í málefnum innflytjenda, að sögn The Washington Post. Blaðið taldi t.a.m. tólf rangar eða villandi fullyrðingar í ræðu forsetans á laugardaginn var þegar hann færði rök fyrir áformum sínum um að reisa múr við landamærin að Mexíkó. „Í viku hverri deyja 300 Bandaríkjamenn af völdum heróíns og 90% þess koma yfir suðurlandamæri okkar,“ sagði forsetinn meðal annars. Rétt er að 90% af heróíninu sem selt er í Bandaríkjunum koma frá Mexíkó en nær öllu því efni er smyglað í farartækjum um landamærastöðvar þar sem tollgæsla fer fram, að sögn bandarísku fíkniefnalögreglunnar DEA. Múr Trumps myndi því hafa lítil áhrif á heróínsmyglið.

Forsetinn fullyrti einnig að ef múrinn yrði reistur myndi glæpum fækka og fíkniefnasmygl minnka „hratt og mikið, sumir segja um allt að helming“. The Washington Post segir þessa fullyrðingu forsetans „hlægilega“, m.a. vegna þess að glæpatíðnin sé ekki meiri meðal óskráðra innflytjenda en meðal bandarískra ríkisborgara.

Trump var ekki með ósannar yfirlýsingar í 82 daga, eða um 11% daganna, og var þá oftast að stunda golf. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Pierre Lannier Crystal Line dömuúrin með SWAROVSKI kristals skífu eru falleg jól...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...