Stone látinn laus gegn tryggingu

Roger Stone ræddi við fjölmiðla eftir að hafa verið látinn ...
Roger Stone ræddi við fjölmiðla eftir að hafa verið látinn laus. Hann segist saklaus og muni ekki vitna gegn Trump. AFP

Roger Stone, fyrr­ver­andi ráðgjafi Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, sem handtekinn var á Flórída fyrr í dag hefur nú verið látinn laus gegn greiðslu tryggingagjalds sem nemur hálfri milljón dollara. Fréttastofa CNN greinir frá.

Stone, sem var einn af nánustu ráðgjöfum Trump um tíma, var handtekinn að beiðni Roberts Mu­ell­er, sér­staks sak­sókn­ara bandarísku alríkislögreglunnar FBI í rannsókn á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum 2016 og tengsla þeirra við framboð Trumps.

Ákæran gegn Stone er í sjö liðum og er hann m.a. ákærður fyrir að gefa út ósann­ar yf­ir­lýs­ing­ar, hindra fram­gang rétt­vís­inn­ar og fyr­ir að reyna að hafa áhrif á framb­urð vitna.

Stone ræddi við fréttamenn fyrir utan dómssalinn eftir að hann hafði verið látinn laus. Þar hélt hann fram sakleysi sínu og kvaðst vera ranglega ásakaður og að lögregluaðgerðin heima hjá sér í morgun hefði valdið honum óhugnaði.

Sagðist Stone munu lýsa yfir sakleysi sínu og að hann telji ákærurnar gegn sér byggjast á pólitískum grunni. Þá ítrekaði Stone að hann muni ekki bera vitni gegn Trump.

Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan dómshúsið og hrópaði „læsið hann inni“ á meðan Stone ræddi við fjölmiðla. Er það vísun í kröfðu stuðningsmanna Trump um forsetaframboðinu að Hillary Clinton mótframbjóðandi hans yrði sett bak við lás og slá.

BBC segir ákærurnar gegn Stone m.a. tengjast tölvuárás á þingflokk Demókrata, en póstar margra forsvarsmanna flokksins voru birtir á vef Wikileaks í aðdraganda kosninganna.

Trump fordæmdi Rússarannsóknina enn á ný í dag er hann frétti af handtöku Stone og sagði á Twitter rannsóknina vera „mestu nornaveiðar í sögu lands okkar“.

mbl.is
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...