„Enginn setur okkur afarkosti“

Nicolas Maduro er lítt hrifinn af afarkostum Evrópuríkjanna.
Nicolas Maduro er lítt hrifinn af afarkostum Evrópuríkjanna. AFP

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hafnaði í dag kröfum Evrópuríkja sem fóru fram á að hann boðaði til nýrra kosninga í landinu innan átta daga. Þetta sagði Maduro í samtali við fréttastöðina CNN í Tyrklandi. 

Hann sagði að Venesúela væri ekki bundið við Evrópu. 

„Þau ættu að draga þennan afarkost til baka. Enginn setur okkur afarkosti,“ sagði Maduro í viðtalinu. 

Frakkar og Þjóðverjar eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem segjast ætlar að lýsa yfir stuðningi við Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lýsti sig sem starfandi forseta landsins í vikunni, ef Maduro boðaði ekki til nýrra kosninga í Venesúela innan átta daga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina