Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð

Lögreglumenn og hermenn fyrir utan kirkjuna.
Lögreglumenn og hermenn fyrir utan kirkjuna. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýsst yfir ábyrgð á sprengjuárásum sem voru gerðar á kaþólska dómkirkju á suðurhluta Filippseyja sem urðu að minnsta kosti 18 manns að bana.

Hópurinn SITE sem fylgist með voðaverkum hryðjuverkamanna greindi frá þessu.

Að sögn samtakanna sprengdu tveir sjálfsvígsárásarmenn sig upp með sprengjubeltum, annar inni í kirkjunni og hinn á bílastæði skammt frá.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert