11 milljarða dollara tap vegna lokananna

Fjöldi ríkisstarfsmanna sneri aftur til vinnu í dag. Donald Trump ...
Fjöldi ríkisstarfsmanna sneri aftur til vinnu í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti aflétti á föstudag lok­un­um banda­rískra rík­is­stofn­ana, að minnsta kosti tímabundið. AFP

Tapið sem hlaust af lokun hluta bandarískra alríkisstofnana síðasta mánuðinn nemur um 11 milljörðum dollara, eða um tvöfalt meira fjármagni en Donald Trump Bandaríkjaforseti fór fram á að veitt yrði til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta kemur fram í skýrslu fjárlagaskrifstofu bandaríska þingsins (CBO). 

Lok­un­um banda­rískra rík­is­stofn­ana hefur verið aflétt tíma­bundið, en Trump greindi frá því á föstudag að þriggja vikna hlé verði gert á lok­un­un­um á meðan viðræður þings og for­seta um fjár­laga­frum­varpið halda áfram.

Deilan snýst sem fyrr um fjármögnun múrsins, en Trump hef­ur til þessa neitað að und­ir­rita fjár­laga­frum­varpið, þar sem demó­krat­ar hafa ekki viljað gera ráð fyr­ir 5,7 mill­arða doll­ara fjár­mögn­un múrs­ins.

Í skýrslu fjárlagaskrifstofunnar sem gefin var út í dag kemur fram að um 8 milljarðar dollarar, eða sem nemur 0,02% af vergri landsframleiðslu, muni skila sér aftur í hagkerfið þegar lokun alríkisstofnana hefur verið afnumin að fullu.

Skaðinn sem „pólitíska bröltið“ í Washington síðustu vikur hefur valdið er óumflýjanlegur en hefði getað orðið mun meiri ef lokunin stæði enn yfir, að því er fram kemur í skýrslunni.

Heildaráhrif sem deilan um fjárlög mun hafa á hagkerfið eiga hins vegar enn eftir að koma í ljós þar sem annað fjárlagafrumvarp er til umræðu og hef­ur þingið til 15. fe­brú­ar til að koma í veg fyr­ir frek­ari lok­an­ir.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Trampolin til sölu
Stoj tampolin til sölu fyrir kr. 15.000,-. Stærð: Þvermál:244 cm X 60 cm x 150 ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: STARTING DATES 2019: ...
Caddý maxi Life 7manna okt 2017 til sölu
til sölu Caddý maxi life 2017 ekin 23000,km 7 manna sjsk dísel einn með nánast ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...