Verður stefnuræðan flutt 5. febrúar?

Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings.
Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings. AFP

Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, hefur sent Donald Trump Bandaríkjaforseta boð um að halda stefnuræðu sína á þriðjudaginn eftir viku, 5. febrúar. Pelosi fullyrðir að Trump hafi þekkst boðið en forsetinn hefur ekki tjáð sig um boðið, enn þá.
 

Trump greindi frá því á föstudag að hann hefði samþykkt fjár­lög banda­ríska rík­is­ins til næstu þriggja vikna og að þær al­rík­is­stofn­an­ir sem þá höfðu verið lokaðar í 35 daga myndu opna á ný og 800.000 starfs­menn, sem hafa verið launa­laus­ir síðan, fengju nú greidd laun.

Upphaflega stóð til að Trump flytti stefnuræðuna í lok janúar, venju samkvæmt, en Pe­losi sagði Trump að fresta ræðunni þar til deil­an leyst­ist. Hann sagði nei og skoraði á hana að neita hon­um um tæki­færið. Pe­losi gerði ná­kvæm­lega það er hún meinaði for­set­an­um að flytja ræðuna af ör­ygg­is­ástæðum.

Pelosi fullyrðir að Trump hafi þekkst boðið um að flytja …
Pelosi fullyrðir að Trump hafi þekkst boðið um að flytja stefnuræðu sína 5. febrúar en ekkert hefur heyrst frá forsetanum enn þá. AFP

Ef Trump mun í raun og veru flytja ræðuna 5. febrúar verða einungis tíu dagar í að nýsamþykkta fjár­laga­frum­varp­ið renni út. Í því er hvergi minnst á greiðslur fyr­ir múr­inn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svo ljóst er að deilumálið sem olli lokunum alríkisstofnunum fyrir áramót verður aftur orðið helsta þrætuepli bandarískra stjórnmála innan nokkurra daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert