Khashoggi-skýrslan tilbúin í maí

Agnes Callamard ræddi við blaðamenn fyrir utan ræðismannsskrifstofuna í Istanbul …
Agnes Callamard ræddi við blaðamenn fyrir utan ræðismannsskrifstofuna í Istanbul í morgun. AFP

Lögfræðingur sem Sameinuðu þjóðirnar fengu til þess að rannsaka morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi á von á því að kynna skýrslu sína um málið í lok maí.

Agnes Callamard greindi frá þessu fyrir utan ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbul í morgun. Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofunni 2. október og segja tyrknesk yfirvöld að aftökusveit á vegum stjórnvalda í Sádi-Arabíu hafi verið send til Tyrklands til að taka blaðamanninn af lífi. 

Callamard segir að skýrslan verði birt opinberlega áður en mannréttindaráð SÞ kemur saman í júní og hún muni kynna hana fyrir mannréttindaráðinu í Genf á þeim tíma. Því sé líklegast að niðurstaðan liggi fyrir í lok maí.

Callamard er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í mannréttindamálum. Hún átti fund með utanríkis- og dómsmálaráðherrum Tyrklands í Ankara í gær.  

Agnes Callamard.
Agnes Callamard. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert