Verða að samþykkja að fara

Við þinghúsið í Róm.
Við þinghúsið í Róm. AFP

Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, segir að 47 flóttamenn sem var bjargað á Miðjarðarhafinu af þýsku mannúðarsamtökunum Sea Watch megi koma til hafnar á Ítalíu svo lengi sem þeir samþykki að halda för sinni áfram til Þýskalands eða Hollands.

Salvini skrifar þetta á Twitter og vísar þar til þess að samtökin séu þýsk og björgunarskipið Sea Watch 3 siglir undir hollenskum fána.

AFP

„Við á Ítalíu höfum þegar tekið við og eytt of miklu,“ skrifar Salvini. 

Áhöfn Sea Watch 3 bjargaði flóttafólkinu, en af þeim eru átta börn, skammt undan strönd Líbýu 19. janúar. Skipið er nú í vari vegna óveðurs fyrir utan Sikiley. Frá því flóttafólkinu var komið til bjargar hafa yfirvöld bæði á Ítalíu og Möltu synjað skipinu um að koma til hafnar. 

Hollensk yfirvöld höfnuðu í gær beiðni ítalskra yfirvalda um að taka við hópnum. Eitt helsta kosningamál Salvini var að loka höfnum Ítalíu fyrir flóttafólki. Ítölsk yfirvöld hafa heimilað skipinu að vera í vari skammt fyrir utan strönd Sikileyjar en neitað því um að leggjast að landi.

Þingmaðurinn Nicola Fratoianni ræðir hér við flóttafólkið.
Þingmaðurinn Nicola Fratoianni ræðir hér við flóttafólkið. AFP

Reglur Evrópusambandsins kveða á um að það ríki sem hælisleitendur koma fyrst til beri ábyrgð á hælisumsókn viðkomandi.

Nokkur þúsund komu saman fyrir utan þinghúsið í Róm í gærkvöldi og kröfðust þess að stjórn landsins myndi breyta stefnu sinni varðandi lokun hafna fyrir flóttafólki. 

Þrír þingmenn, Stefania Prestigiacomo, Nicola Fratoianni og Riccardo Magi, fóru …
Þrír þingmenn, Stefania Prestigiacomo, Nicola Fratoianni og Riccardo Magi, fóru með bæjarstjóranum í Syracuse á Sikiley, Francesco Italia, um borð í björgunarskipið í gær. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert