Hundruðum skóla lokað vegna mengunar

Hundruðum skóla í Bangkok, höfuðborg Taílands, var lokað í dag vegna mengunarskýs sem liggur yfir borginni. AFP-fréttaveitan segir taílensk yfirvöld nú berjast við að ná tökum á mengunarvandanum sem valdið hefur íbúum verulegum áhyggjum. Stutt er í kosningar í landinu og hefur eitrað mengunarskýið sem nú legið hefur yfir borginni vikum saman haft lamandi áhrif á stjórnmálaumræðu.

Notendur samfélagsmiðla hafa margir hverjir gagnrýnt handahófskennd viðbrögð yfirvalda við menguninni, en útblástur frá umferð, mengun frá verksmiðjum og sú venja að brenna akra að lokinni uppskeru er sagt meðal ástæðna þess að skýið liggur áfram óhreyft yfir borginni.

Hafa margir íbúar nú gripið til þess ráðs að nota hlífðargrímur þegar þeir eru á ferð utandyra.

Börn í Bangkok voru send heim úr skóla á hádegi ...
Börn í Bangkok voru send heim úr skóla á hádegi í dag vegna mengunar sem liggur yfir borginni. AFP

Yfirvöld hafa þegar reynt að framkalla rigningu og hafa úðað vatni á vegbrýr í von um að binda þannig mengunaragnir. Þá hafa þau jafnvel gengið svo langt að biðja íbúa um að brenna ekki reykelsi eða pappír í tengslum við hátíðarhöld vegna kínverska nýja ársins.

Aðgerðirnar hafa mætt háði margra íbúa, en hlífðargrímur eru nú uppseldar í mörgum verslunum.

Í dag gripu borgaryfirvöld í Bangkok svo til þess ráðs að loka öllum 437 skólum borgarinnar á hádegi. „Ástandið verður áfram slæmt fram til 3. eða 4. febrúar þannig að ég ákvað að loka skólunum,“ sagði héraðsstjórinn Aswin Kwanmuang og kvaðst vonast til að bílum á götum úti myndi fækka samhliða skólalokuninni.

Bangkok. Mengunarský hefur legið yfir borginni undanfarnar vikur og hafa ...
Bangkok. Mengunarský hefur legið yfir borginni undanfarnar vikur og hafa aðgerðir yfirvalda til að draga úr menguninni litlu skilað. AFP
mbl.is
Handlaug til sölu tilboð óskast
Ein handlaug ónotuð fæst fyrir lítið. uppl. 8691204....
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...