Rússar vara við vopnakapphlaupi

Vladimír Pútin, forseti Rússlands.
Vladimír Pútin, forseti Rússlands. AFP

Stjórnvöld í Rússlandi vara við vopnakapphlaupi í kjölfar þess að Bandaríkin tilkynntu í dag að þau ætluðu að segja upp kjarnorkuvopnasamkomulagi sem gert var á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna árið 1987 þegar kalda stríðið geisaði enn.

Samkomulagið bannar eldflaugar sem draga 500-5.500 kílómetra og skotið er af landi. Það nær bæði til eldflauga sem bera kjarnavopn og hefðbundnar sprengihleðslur en eldflaugar sem skotið er úr flugvélum og skipum heyra ekki undir það.

Bandaríkjamenn hafa sakað Rússa um að hafa brotið gegn samkomulaginu um árabil en rússneskir ráðmenn þvertaka hins vegar fyrir það. Ríkisstjórn Trumps hefur einnig áhyggjur af þeirri staðreynd að samkomulagið nær ekki til Kínverja.

Bandaríkjamenn ætla að segja sig formlega frá samkomulaginu á morgun og hefja þar með sex mánaða uppsagnarferli þess. Bandarísk stjórnvöld hafa ítrekað lýst áhyggjum sínum af meintum brotum Rússa gegn samkomulaginu á liðnum árum.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um áform bandarískra stjórnvalda í ...
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um áform bandarískra stjórnvalda í dag. AFP
mbl.is
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...