Hershöfðingi snýr baki við Maduro

Út með Maduro valdaræningja, stendur á þessum vegg í Caracas, ...
Út með Maduro valdaræningja, stendur á þessum vegg í Caracas, höfuðborg Venesúela. AFP

Francisco Yanez, æðsti yfirmaður flughersins í Venesúela, hefur snúið baki við Nicolás Maduro forseta landsins og segir að Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstæðunnar, sé réttmætur forseti.

Skjáskot úr myndskeiði sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar ...
Skjáskot úr myndskeiði sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem æðsti yfirmaður flughersins segir hollustu sína liggja hjá Guaidó. AFP

AFP greinir frá þessu, en myndskeið af Yanez, þar sem hann tilkynnir um hollustu sína við Guaidó, er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Yanez segist hafna „pirrandi og einræðislegu valdi“ Maduro forseta.

Þetta þykja nokkur tíðindi, enda hefur Maduro notið stuðnings æðstu yfirmanna innan hersins.

Juan Guaidó hefur í dag hvatt stuðningsmenn sína til þess að mótmæla á götum úti í dag og krefjast kosninga. Búist er við róstusömum laugardegi í helstu borgum ríkisins.

mbl.is
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
PALLHÝSI Travel Lite á Íslandi
Nú er besti tíminn til að panta, og fá húsið í maí. Einkaumboð fyrir TRAVEL L...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...