Hundar aðstoða við leit í aurnum

Tala látinna eftir að stífla brast í járn­grýt­is­námu í suðaust­ur­hluta Bras­il­íu 25. janúar heldur áfram að hækka. Yfirvöld hafa staðfest að 134 eru látnir og 199 er enn saknað.

Leit stendur enn yfir í þykkum aurnum sem flæddi yfir nálægar sveitir þegar stíflan brast. Slökkviliðsmenn ásamt fleiri björgunarmönnum njóta aðstoðar leitarhunda í björgunaraðgerðum, fyrst og fremst til að þefa uppi líkamsleifar en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum í Minas Gerais-fylki er borin von að finna einhvern á lífi. Nánast öruggt er talið að allir sem urðu undir aurnum voru starfsmenn við námuna.

Námufyrirtækið Vale ber ábyrgð á stíflunni og er þetta önnur stíflan á vegum fyrirtækisins sem brestur á þremur árum. Fimm hafa verið handteknir vegna málsins, þrír hinna handteknu eru starfs­menn Vale, en tveir eru verk­fræðing­ar sem störfuðu fyr­ir náma­fyr­ir­tækið.  

Myndskeið af því þegar stíflan brast hafa verið birt og þar má greinilega sjá hversu öflugt flóðið var sem fylgdi í kjölfarið. Rétt er að vara við myndskeiðinu hér að neðan:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert