Iðrast orða sinna um skólaverkföll

Nemendur víða í Evrópu hafa undanfarið farið í verkföll frá ...
Nemendur víða í Evrópu hafa undanfarið farið í verkföll frá skóla til að krefjast þess að yfirvöld leggi aukna áherslu á baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Hér mótmæla nemendur í Lausanne í Sviss. AFP

Joke Schauvliege, einn fjögurra umhverfisráðherra Belgíu, segist nú iðrast þeirra fullyrðinga sinna að leyniþjónustur landsins hefðu sannanir um að ónefnd öfl stæðu á bak við loftslagsverkföll nemenda í landinu.

Guardian segir Schauvliege, sem er einn af ráðherrum Flæmingja, hafa sætt harðri gagnrýni fyrir þessa fullyrðingu sína, en hún gaf í skyn að mótmælin væru „sviðsett“ og að meira væri á bak við þau en „sjálfsprottin samsstaða“.

„Ég veit hverjir standa á bak við þessa hreyfingu, bæði mótmælin á sunnudag og svo þeirra sem skrópa,“ sagði Schauvliege á fundi með bændum. „Ég hef líka fengið upplýsingar um það frá leyniþjónustunni.“

Joke Schauvliege, einn fjögurra umhverfisráðherra Belgíu, segir orðin hafa fallið ...
Joke Schauvliege, einn fjögurra umhverfisráðherra Belgíu, segir orðin hafa fallið í hita augnabliksins. AFP

Þessi fullyrðing leiddi til þess fáheyrða viðburðar að belgíska leyniþjónustan, sem sjaldan tjáir sig, sá til tilneydda til að neita staðhæfingunni.

„Við höfum ekki veitt Schauvliege neinar upplýsingar um þetta, hvorki munnlega né skriflega,“ sagði í yfirlýsingunni.

Hvött til afsagnar

Tugir þúsunda belgískra skólabarna hafa á undanförnum vikum farið í verkfall frá skóla til að hvetja stjórnvöld til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Hugmyndina sækja börnin til hinnar 15 ára gömlu sænsku Gretu Thunberg  sem frá því í haust hefur staðið fyrir utan sænska þinghúsið hvern föstudag til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda.

Schauvliege, sem er þingmaður flæmska kristilega demókrataflokksins, segist sjá eftir orðum sínum og kveður þau hafa fallið í hita augnabliksins. Hún hafi gengið of langt, en ekki logið.

Þingmenn bæði Græningjaflokksins og hægri öfgaflokksins Vlaams Belag hafa hvatt hana til að segja af sér, en vaxandi óánægju gætir nú í Belgíu með það hversu illa stjórnvöldum gengur að bregðast við kalli barnanna um að taka sig á í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.

Anuna De Wever er 18 ára flæmskur námsmaður og sú sem boðaði fyrst til skólaverkfallsins. Hún sagði fullyrðingar Schauvliege ekki sannar og að þær séu „móðgun við æskuna“.

„Það er skrýtið að ráðherra geti logið um svona nokkuð,“ sagði hún. „Getum við hætt að efast um hreyfinguna? Ég vona enn að hún vilji vinna með okkur að metnaðarfyllri loftslagsáætlun.“

mbl.is
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Nudd Nudd Nudd
Whole body massage Downtown Reykjavik S. 6947881...
Hreinsa þakrennur ofl
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...