Krúnudjásnin fundust í ruslafötu

Þjóf­arn­ir stálu tveimur ómet­an­leg­um kór­ón­um og veld­is­hnetti sem voru hluti …
Þjóf­arn­ir stálu tveimur ómet­an­leg­um kór­ón­um og veld­is­hnetti sem voru hluti af út­far­ar­skrúða kon­ungs­hjón­anna Karls IX og Krist­ín­ar sem voru uppi á 16. og 17. öld. Djásnin fundust í ruslatunnu í Stokkhólmi í gær. Ljósmynd/Twitter

Krúnudjásn sem stolið var úr dómkirkjunni í Strängnäs í Svíþjóð síðasta sumar eru að öllum líkindum fundin – í ruslafötu.

Þjófnaðurinn og leit lögreglu að þjófunum vakti heimsathygli síðasta sumar þar sem þjófarnir sáust hlaupa út úr kirkj­unni og flúðu þaðan á hjólum niður að Mälar­en-vatni þar sem þeir héldu ferð sinni áfram á hraðbátum.

Þjóf­arn­ir höfðu á brott með sér tvær ómet­an­leg­ar kór­ón­ur og veld­is­hnött sem voru hluti af út­far­ar­skrúða kon­ungs­hjón­anna Karls IX og Krist­ín­ar sem voru uppi á 16. og 17. öld.

22 ára karlmaður er í haldi lögreglu vegna málsins og hafa réttarhöld yfir honum farið fram síðustu daga. Þeim var hins vegar frestað í dag þegar tilkynning barst frá lögreglu um að munirnir hefðu fundið í ruslafötu í Stokkhólmi. Enn er þó beðið eftir staðfestingu hvort um krúnudjásnin úr kirkjunni í Strängnäs sé að ræða en allt bendir til þess.

Maðurinn hefur játað að hafa stolið hjóli og hraðbát en neitar að hafa komið nálægt þjófnaðinum á krúnudjásnunum. Þá neitar hann að veita upplýsingar um mögulegan vitorðsmann sinn. 

Frétt The Local

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert