Danskur vottur Jehóva í 6 ára fangelsi

Dennis Christensen á leið inn í réttarsalinn í dag í …
Dennis Christensen á leið inn í réttarsalinn í dag í fylgd lögreglunnar. AFP

Rússneskur dómstóll hefur dæmt danskan félaga í trúarhreyfingunni Vottum Jehóva í sex ára fangelsi fyrir „öfgahyggju“. Þetta er fyrsti dómurinn af þessum toga síðan lög voru samþykkt árið 2017 þar sem trúarhreyfingin var bönnuð í landinu.

Dennis Christensen var handtekinn í rússnesku borginni Oryol í maí 2017, skömmu eftir að bannið tók gildi.

„Við erum mjög leið yfir dóminum sem féll yfir Dennis Christensen – saklausum manni sem framdi engan alvöruglæp,“ sagði Yaroslav Sivulskiy, talsmaður Votta Jehóva í Rússlandi, sem var viðstaddur þegar dómurinn var kveðinn upp.

Christsensen flutti til Rússlands á fullorðinsárum og á rússneska konu. „Ég vona að í dag muni Rússar verja trúfrelsið,“ sagði hann áður en hann gekk inn í réttarsalinn í dag.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert