Vilja koma síamstvíburum úr landi

Hjúkrunarkona fylgist með strákunum sem fæddust fyrir tíu dögum.
Hjúkrunarkona fylgist með strákunum sem fæddust fyrir tíu dögum. AFP

Sjúkrahús í Jemen hefur sent beiðni til að hægt verði að koma síamstvíburum úr landi. Hægt verði að aðskilja þá utan landsteinanna en landið er í herkví.

Strákarnir fæddust í grennd við Sanaa, höfuðborg Jemen, fyrir tíu dögum. Þeir hafa hvor sitt hjartað og lungu en deila nýrum og fótleggjum.

„Ég vona að það verði hægt að flytja þá úr landi eins fljótt og auðið er,“ sagði Faisal al-Babili, yfirmaður barnalæknadeildar Al-Thawra-spítalans í Sanaa.

Læknirinn sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að á sjúkrahúsinu væru ekki réttu tækin til að sjá um strákana eða til að aðskilja þá. Þeir eru fastir saman á mjöðm. Afar erfitt er að komast til og frá landinu vegna hernaðarátaka.

Fram kemur í frétt AFP að heilbrigðiskerfið í Jemen er í rúst en stríð hefur geisað í landinu frá árinu 2015. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO hafa tíu þúsund manns, flestir óbreyttir borgarar, fallið síðan 2015. Mann­rétt­inda­sam­tök telja að mann­fallið sé í raun mikið meira.

Sam­kvæmt Sam­einuðu þjóðunum er neyð hvergi jafn mik­il í heim­in­um. Hung­urs­neyð blas­ir við um 14 millj­ón­um Jemena.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert