Verk Hitlers á uppboði

Fimm verk eftir Adolf Hitler verða boðin upp í þýsku borginni Nürnberg í dag við litla hrifningu ýmissa. Borgarstjórinn í Nürnberg, Ulrich Maly, er einn þeirra sem hafa fordæmt uppboðið.

Meðal verka Hitlers sem eru boðin upp er mynd af fjallasýn og tágastól með hakakrossinum á sem talinn er hafa verið í eigu foringja nasista.

Stríðsglæparéttarhöldin yfir helstu foringjum nasista voru haldin í Nürnberg á árunum 1945 og 1946.

Bjóða átti upp mun fleiri verk en hætt var við að bjóða þau upp eftir að efasemdir komu upp um að þau væru raunverulega verk Hitlers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert