Banvænn tréspíri í umferð

Frá Indlandi.
Frá Indlandi. AFP

Að minnsta kosti 99 eru látnir eftir að hafa drukkið eitrað heimabrugg í norðurhluta Indlands. Margir hafa verið lagðir inn á sjúkrahús undanfarna daga vegna eiturbruggsins.

Stjórnvöld eru hvött til þess að skera upp herör gegn heimabruggi en mjög oft er notaður tréspíri í mjöðinn en hann getur valdið blindu, lifrarskemmdum og dauða. 

Í einni sýslu Uttar Pradesh-héraðs eru 59 látnir eftir drykkju á eiturbrugginu. Í öðru héraði eru níu látnir en þar hafa 66 bruggarar verið handteknir og sýni úr framleiðslu þeirra sent í efnagreiningu. Í fréttum indverskra fjölmiðla kemur fram að um þrjú þúsund hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn á málinu í Uttar Pradesh en á hverju ári deyja hundruð vegna drykkju á eitruðu heimabruggi. Áætlað er að fimm milljarðar lítra af áfengu séu drukknir ár hvert í Indlandi. Af því eru um 40% ólögleg framleiðsla.

mbl.is