Gyðingahatur vekur reiði á samfélagsmiðlum

Skjáskot af Twitter

Orðið Juden (gyðingar á þýsku) var úðað á glugga veitingastaðar í miðborg Parísar um helgina og er málið í rannsókn lögreglu. Margir Frakkar hafa lýst andúð sinni á vaxandi gyðingahatri á samfélagsmiðlum eftir að mynd af glugga Bagelstein-staðarins á Saint-Louis-eyju var birt á samfélagsmiðlum.

Juden er skrifað með gulu letri þvert yfir glugga beyglu-keðjunnar og eru stjórnmálamenn meðal þeirra sem gagnrýna hatursorðræðuna. Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Benjamin Griveaux, segir að veggjakortið sé gróft dæmi um gyðingahatur sem eigi aldrei að líðast í borg ljósanna.

Einhverjir hafa velt fyrir sér hvort tengsl séu á milli veggjakrotsins og gulvestunga sem mótmæltu þennan sama dag í París. En eigendur keðjunnar segja að það sé ekki rétt enda hafi krassið verið komið nokkru fyrr um daginn.

Frétt Huffington Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert