Sjö börn á meðal látinna

Bandarískur hermaður í skriðdreka í Sýrlandi í fyrra.
Bandarískur hermaður í skriðdreka í Sýrlandi í fyrra. AFP

Sextán óbreyttir borgarar fórust, þar af sjö börn, í loftárás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra á síðasta vígi Ríkis íslams í Sýrlandi í dag.

Nítján liðsmenn hryðjuverkasamtakanna féllu einnig í árásinni.

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights greindu frá þessu.