Þekktur glæpaforingi stunginn í fangelsi

AFP

Einn þekktasti eiturlyfjabarón Ástralíu er á milli heims og helju eftir að hafa verið stunginn í fangelsi í dag.

Tony Mokbel, sem stýrði stærsta eiturlyfjahring Ástralíu, var handtekinn í Grikklandi árið 2007 eftir að hafa verið á flótta undan réttvísinni. 

Flogið var með Mokbel, sem er 53 ára gamall, með þyrlu frá Barwon fangelsinu í Melbourne á sjúkrahús þar sem reynt er að bjarga lífi hans. Annar maður á fertugsaldri var einnig fluttur á sjúkrahús. 

Mokbel var árið 2012 dæmdur í 30 ára fangelsi. 

mbl.is