Belgísk lofthelgi lokuð á morgun

Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli. Félagið þarf að aflýsa flugi ...
Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli. Félagið þarf að aflýsa flugi til Brussel á morgun vegna umfangsmikilla verkfalla í Belgíu. mbl.is/Eggert

WOW air hefur neyðst til þess að aflýsa flugi sínu til frá Keflavík til Brussel á morgun, vegna stórfelldra verkfallsaðgerða í Belgíu, sem fyrirhugaðar eru á morgun. Lofthelgi landsins verður lokuð vegna þessa en WOW air er eina flugfélagið sem hugðist fljúga frá Íslandi til Belgíu á þessum mikla verkfallsdegi.

Á vef WOW air kemur fram að farþegum er boðið upp á að fljúga til annarra flugvalla í Evrópu, t.d. til Amsterdam, Parísar eða Frankfurt, eða þeim boðið upp á fulla endurgreiðslu.

Fleiri flugfélög eru í vanda vegna þessa. Brussel Airlines hefur til dæmis neyðst til að aflýsa öllum 222 flugferðum sínum á morgun, en einnig eru dæmi um að flugfélög ætli að vísa flugvélum sínum til nærliggjandi flugvalla utan landamæranna, samkvæmt frétt AFP.

Belgísk lofthelgi er að öllu leyti lokuð á morgun, sem þýðir að flugvélum verður ekki leyft að fljúga í undir 8.000 metra hæð, nema þeim vélum sem eru á vegum stjórnvalda og hers landsins. Þá verður sjúkraflug sömuleiðis leyft.

Þessi ákvörðun var tekin í dag þar sem það var engin vissa um það hversu margir flugumferðarstjórar tækju þátt í verkfallinu, samkvæmt Skeyes, flugumferðarstjórn Belgíu. Samkvæmt frétt AFP um málið gat Skeyes ekki sagt til um hve margir flugfarþegar verða fyrir áhrifum vegna verkfallsins.

Búist er við að allherjarverkfallið, sem skipulagt er af þremur verkalýðsfélögum, lami belgískt samfélag gjörsamlega á morgun.

mbl.is
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
Citroen c5 station 2008 til sölu
Vel með farin C5 station til sölu .skoðaður 19. nagladekk. óryðgaður. skipti mög...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...
Múrverk, múrviðgerðir, flísalagnir, flotun ofl.
Getum bætt við okkur verkefnum í múrverki, múrviðgerðum, flísalögnum, flotun ofl...