Dómsátt vegna þvottavéla sem „sprungu“

AFP

Samsung Electronics hefur gert dómsátt vegna þvottavéla sem áttu það til að „springa“ en um hópsmálsókn gegn fyrirtækinu var að ræða.

Þvottavélar frá Samsung voru innkallaðar í Bandaríkjunum árið 2016 eftir að fréttir bárust af því að lok þvottavélanna gæti dottið af þeim án nokkurs fyrirvara þegar þær voru í notkun. Var ákveðið að innkalla þvottavélarnar vegna hættu á meiðslum. Í málssókninni kemur fram að einhverjar þvottavélanna hafi „sprungið“.

Samkomulagið felur í sér að Samsung greiðir 2,8 milljónir Bandaríkjadala alls til þeirra sem tóku þátt í málssókninni. Tekið er fram að töluvert sé síðan þvottavélarnar voru teknar af markaði. 

Uppfært: Samkvæmt upplýsingum frá ELKO, sem meðal annars selur Samsung þvottavélar, voru umræddar þvottavélar ekki seldar hér á landi.

mbl.is
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Bílskúr til leigu á Hjarðarhaga, 105 Reykjavík
Til leigu 24,5 fermetra upphitaður bílskúr. Leigist sem geymsla,,ekki fyrir viðg...